Sjálfbærni felur í sér ótal tækifæri Sara Pálsdóttir skrifar 21. september 2022 09:01 Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar