Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 00:05 Vísir/Vilhelm Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það. Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla. Fimleikar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla.
Fimleikar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira