„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“ Snorri Másson skrifar 3. október 2022 07:10 Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd
Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira