„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“ Snorri Másson skrifar 3. október 2022 07:10 Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd
Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira