Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:01 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira