„Kallar eftir frelsun bænda“ Erna Bjarnadóttir skrifar 19. september 2022 12:00 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar