Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 11:44 Friðrik Jónsson er formaður BHM en einnig sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Stöð 2/Arnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41