Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 15:33 Einhver líkanna sem búið er að grafa upp við Izyum voru með bundnar hendur. Forsetaembætti Úkraínu Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. Blaðamaður Reuters sagði fyrr í dag að vitni sögðu einhver lík hafa verið með reipi um hálsinn og að fleiri en einn hefði verið með bundnar hendur. Yfirmaður lögreglunnar í Úkraínu sagði í dag að búið væri að finna minnst 445 grafir nærri Izyum, eftir að rússneskir hermenn flúðu þaðan í síðustu viku og segja Úkraínumenn þetta til marks um stríðsglæpi Rússa. Ihor Klymenko, áðurnefndur yfirmaður lögreglunnar, sagði blaðamönnum í dag að talið væri að úkraínskir hermenn væru meðal þeirra í gröfunum. Af þeim líkum sem búið væri að grafa upp væri þó ekki einn hermaður. Reuters fréttaveitan hefur líka eftir honum að um fimmtíu lík óbreyttra borgara hefðu fundist annarsstaðar í Kharkív en hann fór þó ekki nánar út í það. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir allan heiminn þurfa að sjá hvað Rússar, sem hann kallar morðingja og pyntara, skilja eftir sig í Úkraínu. „Rússa skilur bara eftir sig dauða og þjáningu. Morðingjar. Pyntarar,“ sagði Selenskí. Hann sagði Rússa skorta það sem gerði þá mennska og hét hefndum. Fyrir hvern einasta Úkraínumann sem þeir hefðu myrt og fyrir hverja þjáða sál. Þegar lík eru grafin upp leita rannsakendur á þeim, af einhverju sem hægt væri að nota til að bera kennsl á þau. Annars eru sýni tekin af þeim og þeim komið fyrir í líkpokum. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á staðnum að ein gröfin sé merkt á þann veg að í henni liggi sautján úkraínskir hermenn. Einn íbúi sagði fréttaveitunni að í gröfunum væri mikið af fólki sem hefði dáið í loftárásum Rússa á Izyum fyrr á árinu. Um væri að ræða mikinn fjölda fullorðinna og barna. Af um 47 þúsund íbúum fyrir innrásina eru um tíu þúsund sagðir búa enn í Izyum. Aðrir hafa flúið eða dáið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Blaðamaður Reuters sagði fyrr í dag að vitni sögðu einhver lík hafa verið með reipi um hálsinn og að fleiri en einn hefði verið með bundnar hendur. Yfirmaður lögreglunnar í Úkraínu sagði í dag að búið væri að finna minnst 445 grafir nærri Izyum, eftir að rússneskir hermenn flúðu þaðan í síðustu viku og segja Úkraínumenn þetta til marks um stríðsglæpi Rússa. Ihor Klymenko, áðurnefndur yfirmaður lögreglunnar, sagði blaðamönnum í dag að talið væri að úkraínskir hermenn væru meðal þeirra í gröfunum. Af þeim líkum sem búið væri að grafa upp væri þó ekki einn hermaður. Reuters fréttaveitan hefur líka eftir honum að um fimmtíu lík óbreyttra borgara hefðu fundist annarsstaðar í Kharkív en hann fór þó ekki nánar út í það. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir allan heiminn þurfa að sjá hvað Rússar, sem hann kallar morðingja og pyntara, skilja eftir sig í Úkraínu. „Rússa skilur bara eftir sig dauða og þjáningu. Morðingjar. Pyntarar,“ sagði Selenskí. Hann sagði Rússa skorta það sem gerði þá mennska og hét hefndum. Fyrir hvern einasta Úkraínumann sem þeir hefðu myrt og fyrir hverja þjáða sál. Þegar lík eru grafin upp leita rannsakendur á þeim, af einhverju sem hægt væri að nota til að bera kennsl á þau. Annars eru sýni tekin af þeim og þeim komið fyrir í líkpokum. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á staðnum að ein gröfin sé merkt á þann veg að í henni liggi sautján úkraínskir hermenn. Einn íbúi sagði fréttaveitunni að í gröfunum væri mikið af fólki sem hefði dáið í loftárásum Rússa á Izyum fyrr á árinu. Um væri að ræða mikinn fjölda fullorðinna og barna. Af um 47 þúsund íbúum fyrir innrásina eru um tíu þúsund sagðir búa enn í Izyum. Aðrir hafa flúið eða dáið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27
Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18
„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41