Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 09:19 Hópur farandfólks og innflytjenda frá Venesúela í Martha's Vineyard. AP/Ray Ewing Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022 Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Elizabeth Folcarelli, yfirmaður góðgerðarsamtaka og neyðarskýlis í Martha‘s Vineyard, sagði AP fréttaveitunni að 48 farandmenn og konur frá Venesúela hefðu mætt óvænt á skrifstofu hennar og með bæklinga sem vísuðu á samtök hennar. „Þeim var sagt að þeirra biðu störf og húsnæði,“ sagði Folcarelli. Hún sagði óvænta komu fólksins hafa tekið á fyrir hennar smáu starfsemi en samfélagið hafi komið saman og aðstoðað fólkið eftir bestu getu. Þau hafi fengið húsnæði, mat, læknisaðstoð og aðstoð varðandi hvaða valkosti þau standa frammi fyrir. DeSantis hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs en Washington Post segir frá því að á fjáröflun í síðustu viku hafi ríkisstjórinn gantast með það að ríkisþing Flórída hefði sett tólf milljónir dala í sjóð sem nota ætti til að flytja farandfólk og innflytjendur. Repúblikanar í Bandaríkjunum vilja með þessu mótmæla landamærastefnu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. „Ég er með þessa peninga. Ég vil hjálpa. Kannski förum við til Texas og hjálpum. Kannski sendum við þau til Chicago, Hollywood, Martha‘s Vineyard. Hver veit?“ sagði DeSantis við fagnaðarlæti þeirra sem voru á fundinum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024 en hefur ekki vijlað segja af eða á hingað til. Það hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, ekki gert heldur.AP/Luis Santana Eins og áður hafa ríkisstjórar Texas og Arizona ítrekað sent fólk með rútum til ríkja eins og Kaliforníu og New York. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, sendi frá sér tilkynningu í gær að ríkisstjórn Biden hefði hunsað það neyðarástand sem ríkt hafi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hafi ógnað almenningi í Texas. Abbott hefur varið gífurlegu opinberu fjármagni í flutningana og það að gera innflytjendamál að pólitísku deilumáli fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvort fólksflutningar Repúblikana í pólitískum tilgangi brjóti ekki lög. „Að flytja fjölskyldur, og þar á meðal börn, milli ríkja á fölskum forsendum er forkastanlegt, en það er einnig mögulega ólöglegt,“ sagði Newsom í bréfi til ráðuneytisins, sem hann birti einnig á Twitter. Newsom sagði að einhverjir af þeim sem hefðu verið sendir til Martha‘s Vineyard hefðu staðið í þeirri trú að verið væri að senda þau til Boston og að þeim hefði verið sagt að þar myndu þau fá atvinnuleyfi. What @GovRonDeSantis and @GregAbbott_TX are doing isn t clever, it s cruel.I m formally requesting the DOJ begin an immediate investigation into these inhumane efforts to use kids as political pawns. pic.twitter.com/x2sBa06nSw— Gavin Newsom (@GavinNewsom) September 15, 2022
Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11
Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. 5. maí 2022 22:14