Sendiherrann vakinn um miðja nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 17:56 Mikill fjöldi þjóðhöfðingja leggur leið sína til Lundúna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. „Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum. Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum.
Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent