Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2022 11:58 Bjarni Benediktsson segir meginmarkmið fjárlagafrumvarps næsta árs að verja heimilin í landinu, berjast gegn verðbólgu og draga úr skuldasöfnun ríkisins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun með áætlun um 89 milljarða króna halla. Hann sagði hallan milli þessa árs og næsta minnka um hundrað milljarða og hækkun skulda af landsframleiðslu hefði verið stöðvuð. „Markmið frumvarpsins er skýrt, að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs á ný,“ sagði Bjarni við upphaf umræðunnar. Fjármálaráðherra segir stöðuna gerbreytta frá því síðast liðin tvö ár þegar ríkið hafi þurft að örva hagkerfið. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu.Vísir/Vilhelm Síðustu tvö árin hefði þurft að örva hagkerfið en nú væri staðan gerbreytt. Gert væri ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og einkaneysla hefði aldrei verið sterkari. Ferðamenn væru langtum fleiri en vonast hefði verið til og um helming íslenskra fyrirtækja skorti starfsfólk. Útlit væri fyrir að tíu þúsund fleiri flyttu til landsins en frá því og þrettán þúsund ný störf orðið til á þessu ári. „Áherslan nú er að styðja þá sem minnst hafa og þá sem sjá múrinn inn á fasteignamarkaðinn fara hækkandi. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru enn fyrir utan fasteignamarkaðinn. Við erum með aðgerðir, bæði í bígerð og nýlega lögfestar sem koma til móts við þá hópa,“ sagði fjármálaráðherra. Á næsta ári og þarnæsta boðaði ríkisstjórnin aðgerðir til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði þær aðgerðir helst bitna á þeim sem síst skyldi. Kristrún Frostadóttir segir aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpinu helst bitna á þeim tekjulægri og draga úr nauðsynlegri uppbyggingu innviða.Vísir/Vilhelm „Í fjárlagafrumvarpi næsta árs eru aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar byggðar á aukinni flatri skattheimtu sem leggst þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, auknu aðhaldi í grunnþjónustu sem bitnar á notendum velferðarþjónustunnar og niðurskurði í fjárfestingu sem heldur aftur af innviðauppbyggingu í landinu,“ sagði Kristrún. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. „Á í alvörunni að selja Íslandsbanka á næsta ári þegar við vitum ekki einu sinni hver afdrif síðustu sölu hafa verið," sagði Björn Leví. Umræður um stefuræðu forsætisráðherra fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Í morgun hófst síðan fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs sem mun standa í allan dag og á morgun.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði skýrt að frekari ákvarðanir um sölu á þeim hlut sem ríkið ætti eftir í Íslandsbanka yrðu ekki teknar fyrr en fyrirkomulagið hefði verið endurskoðað og skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. Hann væri þó enn þeirrar skoðunar að selja ætti alla hluti í bankanum og um það væri samstaða í ríkisstjórninni. „Við erum í þörf fyrir stórkostlega innviðauppbyggingu í landinu. Það er dauðafæri að losa um rúmlega 100 milljarða eignarhlut í fjármálafyrirtæki og færa yfir í betra vegakerfi, öflugri hafnir, flutningskerfi, hvort sem er á sviði fjarskipta eða raforku þar sem kallað er eftir aðkomu ríkisins," sagði Bjarni Benediktsson. Fjárlagaumræðunni verður framhaldið á Alþingi í dag og á morgun. Í dag flytja talsmenn þingflokka og eftir atvikum aðrir þingmenn ræður sínar. Síðan taka einstakir ráðherrar til máls um sína málaflokka og svara andsvörum. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun með áætlun um 89 milljarða króna halla. Hann sagði hallan milli þessa árs og næsta minnka um hundrað milljarða og hækkun skulda af landsframleiðslu hefði verið stöðvuð. „Markmið frumvarpsins er skýrt, að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs á ný,“ sagði Bjarni við upphaf umræðunnar. Fjármálaráðherra segir stöðuna gerbreytta frá því síðast liðin tvö ár þegar ríkið hafi þurft að örva hagkerfið. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu.Vísir/Vilhelm Síðustu tvö árin hefði þurft að örva hagkerfið en nú væri staðan gerbreytt. Gert væri ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og einkaneysla hefði aldrei verið sterkari. Ferðamenn væru langtum fleiri en vonast hefði verið til og um helming íslenskra fyrirtækja skorti starfsfólk. Útlit væri fyrir að tíu þúsund fleiri flyttu til landsins en frá því og þrettán þúsund ný störf orðið til á þessu ári. „Áherslan nú er að styðja þá sem minnst hafa og þá sem sjá múrinn inn á fasteignamarkaðinn fara hækkandi. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru enn fyrir utan fasteignamarkaðinn. Við erum með aðgerðir, bæði í bígerð og nýlega lögfestar sem koma til móts við þá hópa,“ sagði fjármálaráðherra. Á næsta ári og þarnæsta boðaði ríkisstjórnin aðgerðir til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði þær aðgerðir helst bitna á þeim sem síst skyldi. Kristrún Frostadóttir segir aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpinu helst bitna á þeim tekjulægri og draga úr nauðsynlegri uppbyggingu innviða.Vísir/Vilhelm „Í fjárlagafrumvarpi næsta árs eru aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar byggðar á aukinni flatri skattheimtu sem leggst þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, auknu aðhaldi í grunnþjónustu sem bitnar á notendum velferðarþjónustunnar og niðurskurði í fjárfestingu sem heldur aftur af innviðauppbyggingu í landinu,“ sagði Kristrún. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. „Á í alvörunni að selja Íslandsbanka á næsta ári þegar við vitum ekki einu sinni hver afdrif síðustu sölu hafa verið," sagði Björn Leví. Umræður um stefuræðu forsætisráðherra fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Í morgun hófst síðan fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs sem mun standa í allan dag og á morgun.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði skýrt að frekari ákvarðanir um sölu á þeim hlut sem ríkið ætti eftir í Íslandsbanka yrðu ekki teknar fyrr en fyrirkomulagið hefði verið endurskoðað og skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. Hann væri þó enn þeirrar skoðunar að selja ætti alla hluti í bankanum og um það væri samstaða í ríkisstjórninni. „Við erum í þörf fyrir stórkostlega innviðauppbyggingu í landinu. Það er dauðafæri að losa um rúmlega 100 milljarða eignarhlut í fjármálafyrirtæki og færa yfir í betra vegakerfi, öflugri hafnir, flutningskerfi, hvort sem er á sviði fjarskipta eða raforku þar sem kallað er eftir aðkomu ríkisins," sagði Bjarni Benediktsson. Fjárlagaumræðunni verður framhaldið á Alþingi í dag og á morgun. Í dag flytja talsmenn þingflokka og eftir atvikum aðrir þingmenn ræður sínar. Síðan taka einstakir ráðherrar til máls um sína málaflokka og svara andsvörum.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52