R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 06:27 R. Kelly var sakfelldur fyrir enn eitt kynferðisbrotið í gær. Getty/Antonio Perez Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49