Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2022 21:42 Friðþjófur Árnason er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Arnar Halldórsson Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23
Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58