Sýndum mikinn karakter Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. september 2022 19:30 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson þjálfarar Þór/KA Mynd/Þór/KA „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld. „Í fyrri hálfleik sköpuðu ÍBV meira en við og sköpuðu meira af færum en við sýndum ótrúlega mikinn karakter að koma til baka ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum. Við skoruðum sömuleiðis fjögur mörk þótt eitt þeirra hafi verið dæmt af vegna rangstæðu. Þannig þegar ég lít yfir leikinn þá tel ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.“ Þór/KA kom þrisvar til baka í leiknum og leituðum svo að sigurmarkinu í lokinn. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu vikurnar að fái meiri trú hjá leikmönnum, ef við hjálpumst að og höfum trú að þá getum við alltaf komið til baka í leikjum. Við höfum í raun verið að vinna með það að gefast bara aldrei upp fyrr en að dómarinn flautar lokaflautið. Við vitum aldrei hvað gerist í leikjum og í dag hjálpaði það okkur sannarlega að halda í trúna.“ Þór/KA er í mikilli fallbaráttu og er nú tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta gefur okkur ákveðið rými, auðvitað hefði verið langbest að fá þrjú stig en við tökum þetta stig. Það er betra en ekkert og býr til meira rými á milli okkur og liðana sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það sem við getum gert er að fara inn í næsta leik og taka eins mörg stig og við getum þar.“ Varnarleikur heimakvenna var oft stirður í leiknum og mörkin sem ÍBV skora auðveld og einföld. „Við þurftum að breyta til í okkar varnarleik. Hulda Björg Hannesdóttir sem spilar yfirleitt í vörninni meiddist og við þurftum eins og áður segir að gera breytingar. Mér finnst sum af þeim mörkum sem við fengum á okkur kemur bara niður á reynslu og hvernig leikmenn voru að staðsetja sig. Mér fannst við gefa boltann of oft frá okkur á hættulegum svæðum, þannig gerðum við hlutina erfiðari fyrir okkur en bætum okkur í því eftir því sem það leið á leikinn.“ Meiðslin hjá Huldu er sem betur fer ekki slæm. „Þau eru það slæm að hún gat ekki spilað í dag en þetta var spurning um að ef hún myndi spila leikinn í dag að hún myndi þá ekki spila næstu, þannig við ákváðum að hvíla hana í dag.“ KA Þór Akureyri ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik sköpuðu ÍBV meira en við og sköpuðu meira af færum en við sýndum ótrúlega mikinn karakter að koma til baka ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum. Við skoruðum sömuleiðis fjögur mörk þótt eitt þeirra hafi verið dæmt af vegna rangstæðu. Þannig þegar ég lít yfir leikinn þá tel ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.“ Þór/KA kom þrisvar til baka í leiknum og leituðum svo að sigurmarkinu í lokinn. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu vikurnar að fái meiri trú hjá leikmönnum, ef við hjálpumst að og höfum trú að þá getum við alltaf komið til baka í leikjum. Við höfum í raun verið að vinna með það að gefast bara aldrei upp fyrr en að dómarinn flautar lokaflautið. Við vitum aldrei hvað gerist í leikjum og í dag hjálpaði það okkur sannarlega að halda í trúna.“ Þór/KA er í mikilli fallbaráttu og er nú tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta gefur okkur ákveðið rými, auðvitað hefði verið langbest að fá þrjú stig en við tökum þetta stig. Það er betra en ekkert og býr til meira rými á milli okkur og liðana sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það sem við getum gert er að fara inn í næsta leik og taka eins mörg stig og við getum þar.“ Varnarleikur heimakvenna var oft stirður í leiknum og mörkin sem ÍBV skora auðveld og einföld. „Við þurftum að breyta til í okkar varnarleik. Hulda Björg Hannesdóttir sem spilar yfirleitt í vörninni meiddist og við þurftum eins og áður segir að gera breytingar. Mér finnst sum af þeim mörkum sem við fengum á okkur kemur bara niður á reynslu og hvernig leikmenn voru að staðsetja sig. Mér fannst við gefa boltann of oft frá okkur á hættulegum svæðum, þannig gerðum við hlutina erfiðari fyrir okkur en bætum okkur í því eftir því sem það leið á leikinn.“ Meiðslin hjá Huldu er sem betur fer ekki slæm. „Þau eru það slæm að hún gat ekki spilað í dag en þetta var spurning um að ef hún myndi spila leikinn í dag að hún myndi þá ekki spila næstu, þannig við ákváðum að hvíla hana í dag.“
KA Þór Akureyri ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Sjá meira