Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 15:01 Arnór Atlason og Mikkel Hansen takast á í landsleik 2010. Nú er Arnór þjálfari Danans hjá Álaborg. Getty/Christof Koepsel Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur. Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur.
Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira