„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 23:31 Patrekur Jóhannesson er með virkilega spennandi lið í höndunum að mati Handkastsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti. „Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira