Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára
![Engir samningar eru fyrir hendi um þorskveiðar Íslendinga í Barentshafinu. Aðrar þjóðir hafa verið að veiðum þar allt árið.](https://www.visir.is/i/7A76AE64C6BC92C2B865D4F184FBA760B5E4D90FBB772D7C4EFCD219534DC4CF_713x0.jpg)
Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert.