Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 13:57 Landsréttur úrskurðaði konuna í farbann, en héraðsdómur hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 27. september. Landsréttur taldi hins vegar ekki rök til að láta konuna sæta áfram gæsluvarðhaldi og hefur henni því verið sleppt en mun áfram sæta farbanni. Í úrskurði kemur fram að tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað tvær konur sem voru að koma til landsins með flugi, en í leit í farangri þeirra hafi fundist samtals fjórar eins lítra vínflöskur. Við rannsókn kom svo í ljós að glæri vökvinn sem fannst í flöskunum reyndist vera amfetamín. Við skýrslutöku sagði konan, sem nú hefur verið gert að sæta farbanni, að hin konan hafi látið sig fá flöskurnar og hélt hún að í þeim væri vín. Farið var fram á gæsluvarðhald þar sem rannsaka þurfi aðdraganda ferðarinnar, tengsl kvennanna og aðra hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi. Magn efnanna þykir eindregið benda til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi. Í úrskurðinum segir ennfremur að konan sé erlendur ríkisborgari og virðist ekki hafa nein raunveruleg tengsl við Ísland. Telur lögregla að eini tilgangur konunnar til að koma til Íslands hafi verið flytja efnin hingað til lands. Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 27. september. Landsréttur taldi hins vegar ekki rök til að láta konuna sæta áfram gæsluvarðhaldi og hefur henni því verið sleppt en mun áfram sæta farbanni. Í úrskurði kemur fram að tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað tvær konur sem voru að koma til landsins með flugi, en í leit í farangri þeirra hafi fundist samtals fjórar eins lítra vínflöskur. Við rannsókn kom svo í ljós að glæri vökvinn sem fannst í flöskunum reyndist vera amfetamín. Við skýrslutöku sagði konan, sem nú hefur verið gert að sæta farbanni, að hin konan hafi látið sig fá flöskurnar og hélt hún að í þeim væri vín. Farið var fram á gæsluvarðhald þar sem rannsaka þurfi aðdraganda ferðarinnar, tengsl kvennanna og aðra hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi. Magn efnanna þykir eindregið benda til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi. Í úrskurðinum segir ennfremur að konan sé erlendur ríkisborgari og virðist ekki hafa nein raunveruleg tengsl við Ísland. Telur lögregla að eini tilgangur konunnar til að koma til Íslands hafi verið flytja efnin hingað til lands.
Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira