„Sorgarfréttir úr Kópavogi“ en síðasta ballið er ekki búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 07:00 Daníel Örn Einarsson er í hópi þeirra sem keyptu húsnæði og rekstur Spot á vormánuðum 2020. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa reynst erfiðan, og að ballmenningin sé ekki svipur hjá sjón að honum yfirstöðnum. Vísir/Vilhelm Sportbarinn og ballstaðurinn Spot mun leggja upp laupana í þessum mánuði en næsta laugardag verður síðasta ballið á staðnum haldið. Eigandi Spot segir það hafa verið heiður að fengið að skemmta þúsundum manna síðustu ár. Spot hefur verið starfræktur frá árinu 2009, en Facebook-síða staðarins er nú undirlögð af auglýsingum fyrir síðasta ballið sem haldið verður á staðnum. „Laugardaginn 17.september verður því miður síðasta ball Spot haldið - en við kveðjum með stæl!“ segir í auglýsingunni. Hljómsveitin Nýju föt keisarans muni halda uppi stemningunni ástamt vel völdum gestum, en búið er að tilkynna Einar Ágúst sem einn þeirra gesta. Breytt ballmenning Í samtali við fréttastofu segir Daníel Örn Einarsson, sem rekið hefur staðinn frá árinu 2020, að um sorgarfréttir sé að ræða. „Sorgarfréttir úr Kópavoginum“ segir hann. Húsnæðið hafi verið selt og barnafatabúið komi nú í staðinn. „Þetta var bara komið gott eiginlega. Þessi ballstemning virðist vera farin, virðist vera búin. En það var mjög skemmtilegt að geta verið með þessi bingókvöld og þessi böll og allt svoleiðis,“ segir Daníel. Ballmenningin virðist hafa tekið breytingum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem lýsti sér einna helst í dræmri mætingu. Þrátt fyrir það á hann von á að lokaballið verði vel sótt. Gera má ráð fyrir því að senn verði síðasti bjórinn seldur á Spot, sem er á útleið. Barnafataverslun kemur í húsnæðið í staðinn.Vísir/Vilhelm „Hver vill ekki mæta á síðasta ballið á Spot? Staðurinn er búinn að vera þarna í 13 ár. Það má búast við mjög góðri stemningu þar,“ segir Daníel, sem ásamt félögum sínum keypti rekstur staðarins vorið 2020, og fengu húsnæðið afhent 1. apríl 2020, í upphafi faraldurs. „Það var svolítil brekka að vera með þúsund fermetra stað og mega vera með tíu manns í hólfi,“ segir Daníel. Reksturinn hafi raunar ekki komist á neitt skrið fyrr en á seinni hluta síðasta árs. „En þá vorum við með Greifaball, Pallaball og allskonar,“ segir Daníel. Sunnudagurinn eftir ballið verður þó síðasti dagurinn sem Spot verður opinn. „Þá held ég að maður reyni svo bara að tæma barinn,“ segir Daníel. Spot stendur við Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hefur ekki áhyggjur af fastakúnnum Daníel hefur starfað í veitinga- og skemmtanabransanum frá árinu 2007, og fór sjálfur út í eigin rekstur árið 2016. Hann segir ekki ljóst hvað tekur við hjá sér í framhaldinu. „Það kemur bara í ljós, ég veit það ekki. Maður er búinn að fá mikið af spurningum um framtíðina og atvinnutilboðum. Þannig að ég hef svo sem engar áhyggjur,“ segir Daníel. Aðspurður segir hann þá að stór hluti úr hópi fastakúnna Spot sé súr með fréttir af lokun staðarins, en auk þess að vera vinsæll ballstaður hefur staðurinn sýnt ógrynni íþróttaleikja gegnum tíðina og oft verið vel sóttur þegar stórir leikir fara fram, einkum á sviði knattspyrnunnar. „Ég hef ekki áhyggjur af því hvert þeir fara. Þeir hljóta að finna sér góðan sófa og gott sjónvarp einhvers staðar í Kópavoginum, en það vantar alveg nýjan stað, nýtt hjarta í Kópavogi. Það þarf svona ballstað einhvers staðar annarsstaðar en niðri í bæ,“ segir Daníel. Hann segir að reksturinn hafi verið afar ánægjulegur í alla staði. „Það er búið að vera ótrúlega gaman síðustu tvö ár. Maður hefur hitt mörg þúsund manns og gaman að hafa getað skemmt tugþúsund manns þarna í gegnum tíðina,“ segir Daníel Örn. Kópavogur Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira
Spot hefur verið starfræktur frá árinu 2009, en Facebook-síða staðarins er nú undirlögð af auglýsingum fyrir síðasta ballið sem haldið verður á staðnum. „Laugardaginn 17.september verður því miður síðasta ball Spot haldið - en við kveðjum með stæl!“ segir í auglýsingunni. Hljómsveitin Nýju föt keisarans muni halda uppi stemningunni ástamt vel völdum gestum, en búið er að tilkynna Einar Ágúst sem einn þeirra gesta. Breytt ballmenning Í samtali við fréttastofu segir Daníel Örn Einarsson, sem rekið hefur staðinn frá árinu 2020, að um sorgarfréttir sé að ræða. „Sorgarfréttir úr Kópavoginum“ segir hann. Húsnæðið hafi verið selt og barnafatabúið komi nú í staðinn. „Þetta var bara komið gott eiginlega. Þessi ballstemning virðist vera farin, virðist vera búin. En það var mjög skemmtilegt að geta verið með þessi bingókvöld og þessi böll og allt svoleiðis,“ segir Daníel. Ballmenningin virðist hafa tekið breytingum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem lýsti sér einna helst í dræmri mætingu. Þrátt fyrir það á hann von á að lokaballið verði vel sótt. Gera má ráð fyrir því að senn verði síðasti bjórinn seldur á Spot, sem er á útleið. Barnafataverslun kemur í húsnæðið í staðinn.Vísir/Vilhelm „Hver vill ekki mæta á síðasta ballið á Spot? Staðurinn er búinn að vera þarna í 13 ár. Það má búast við mjög góðri stemningu þar,“ segir Daníel, sem ásamt félögum sínum keypti rekstur staðarins vorið 2020, og fengu húsnæðið afhent 1. apríl 2020, í upphafi faraldurs. „Það var svolítil brekka að vera með þúsund fermetra stað og mega vera með tíu manns í hólfi,“ segir Daníel. Reksturinn hafi raunar ekki komist á neitt skrið fyrr en á seinni hluta síðasta árs. „En þá vorum við með Greifaball, Pallaball og allskonar,“ segir Daníel. Sunnudagurinn eftir ballið verður þó síðasti dagurinn sem Spot verður opinn. „Þá held ég að maður reyni svo bara að tæma barinn,“ segir Daníel. Spot stendur við Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hefur ekki áhyggjur af fastakúnnum Daníel hefur starfað í veitinga- og skemmtanabransanum frá árinu 2007, og fór sjálfur út í eigin rekstur árið 2016. Hann segir ekki ljóst hvað tekur við hjá sér í framhaldinu. „Það kemur bara í ljós, ég veit það ekki. Maður er búinn að fá mikið af spurningum um framtíðina og atvinnutilboðum. Þannig að ég hef svo sem engar áhyggjur,“ segir Daníel. Aðspurður segir hann þá að stór hluti úr hópi fastakúnna Spot sé súr með fréttir af lokun staðarins, en auk þess að vera vinsæll ballstaður hefur staðurinn sýnt ógrynni íþróttaleikja gegnum tíðina og oft verið vel sóttur þegar stórir leikir fara fram, einkum á sviði knattspyrnunnar. „Ég hef ekki áhyggjur af því hvert þeir fara. Þeir hljóta að finna sér góðan sófa og gott sjónvarp einhvers staðar í Kópavoginum, en það vantar alveg nýjan stað, nýtt hjarta í Kópavogi. Það þarf svona ballstað einhvers staðar annarsstaðar en niðri í bæ,“ segir Daníel. Hann segir að reksturinn hafi verið afar ánægjulegur í alla staði. „Það er búið að vera ótrúlega gaman síðustu tvö ár. Maður hefur hitt mörg þúsund manns og gaman að hafa getað skemmt tugþúsund manns þarna í gegnum tíðina,“ segir Daníel Örn.
Kópavogur Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira