Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2022 11:57 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira