Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 09:09 Lögreglan telur mögulegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða fleiri þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Getty Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59