Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 22:07 Leiðtogar hægriblokkarinnar geta ekki enn hrósað sigri. Christine Olsson/ Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. „Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00
Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57