„Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 13:01 Ívar Logi Styrmisson var hinn ánægðasti í viðtali eftir leikinn gegn Selfossi, og ekki að ástæðulausu. stöð 2 sport Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu. Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira