„Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. september 2022 21:31 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Ég er ógeðslega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur og fullt sem að við þurfum að glíma við. Þetta voru kaflaskiptir hálfleikar, auðvitað getum við spilað betur en ég er mjög ánægður og það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn. „Við vorum að fókusera á okkur sjálfa og ég ligg ekki yfir æfingarleikjum hjá hinum liðunum. Afturelding er með dúndur lið. Eins og ég segi það voru kaflaskiptir hálfleikirnir og við vorum slappir varnarlega í fyrri hálfleik og löguðum það í seinni hálfleik, hitt fylgdi kannski ekki.“ Sérfræðingar íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sport spá Val fyrsta sæti í deildinni í ár. Þeir tóku þrennuna í fyrra og unnu nú á dögunum Meistarakeppni HSÍ. Snorri segir strákana ætla sér að vera í efri hlutanum. „Þetta verður spennandi og þetta verður erfitt. Það er fullt af liðum sem gera tilkall í þetta eins og við sjáum í dag. Þetta er bara einn leikur og við verðum að sjá hvernig tímabilið þróast en við ætlum okkur að vera í efri hlutanum.“ Valsmenn mæta Herði frá Ísafirði í næstu umferð og segir Snorri það vera gríðarlega krefjandi verkefni. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni. Hörður er náttúrulega nýliði að spila sinn fyrsta leik og við vitum lítið um þá og þekkjum ekki leikmennina þeirra eins og þeir eru í dag. Það krefst lagni og einbeitingar hjá okkur öllum að mæta eins og menn í þann leik og gera það af fagmennsku því þeir eiga eftir að bíta frá sér.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Leik lokið: Valur-Afturelding 25-24| Meistararnir byrja tímabilið á sigri Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. 8. september 2022 22:27