Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2022 10:00 Haukar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur. Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00