Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2022 10:00 Haukar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur. Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00