Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 22:23 Johan Bülow segir það ekki hafa verið ætlunina að eigna sér heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Hann eigi Ísland skuldlaust. Lakrids by Johan Bülow Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20