Sögurnar of margar til að rengja þær Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 19:00 Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Egill Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár. Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár.
Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent