Trump tilkynnti í október á síðasta ári að hann myndi stofna samfélagsmiðilinn Truth Social. Trump var bannaður af Twitter og Facebook í kjölfar árásarinnar á þinghúsið en hann var mjög virkur á Twitter, enda hafi hann verið með 89 milljónir fylgjenda þar. Fylgjendafjöldinn á Truth social virðist ekki bera skilaboð hans jafn langt en þar hafi hann 4 milljónir fylgjenda.
Samruni Trump Media og Digital World Acquisition Corp er sagður hafa verið á bið vegna rannsóknar á aðstæðum samrunans en Truth social átti að fá fjármagnsinnspýtingu upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadala frá Digital World eða 187,5 milljarði króna. Guardian greinir frá þessu.
Ekki sé ljóst hvernig Truth Social hefur verið starfræktur án fjármagns vegna samrunans en tilkynnt hafi verið í síðustu viku að fyrirtækið stæði vel fjárhagslega.