Er lausnarinn fundinn? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. september 2022 07:02 Hér vil ég skoða þann stjórnmálaflokk, sem stofnaður var úr 4 flokkum árið 2000, til að verða mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna. Fylgið og Logi Samfylkingarinnar náði því 2009 að vera mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, með 30% fylgi og 20 þingmönnum, datt niður í 13% og 9 þingmenn 2013 og hrundi svo í 6% og 3 þingmenn 2016. Logi Einarsson, þá nýr formaður, náði flokknum upp í 12% og 7 þingmenn 2017, en svo kom smá bakslag 2021, 10% fylgi og 6 þingmenn. Margir Samfylkingarmenn virðast telja, að þessi dræmi árangur flokksins í síðustu Alþingiskosningum sé Loga að kenna, hann hafi ekki verið nógur mikill og afgerandi leiðtogi. Skoðun undirritaðs er önnur. Ég tel Loga mætan mann, með góðan skilning á mörgum mikilvægum þjóðfélagsmálum, glöggan, rólegan og yfirvegaðan. Í mínum huga urðu Loga þó á tvenn mistök, sem eflaust kostuðu fylgi: 1. Hann beitti sér ekki nægilega í uppstillingarmálum og vali á lista, og lét það viðgangast, að úrvals mönnum var bolað út. 2. Hann lét telja sig á, kannske af formannskandídatinum, að setja nýjan stóreignaskatt á kosningastefnuskrá flokksins, sem mæltist illa fyrir, því margir skilja, að eðlilegra sé, að skattleggja tekjur, en eignir. Hitt vandamál Loga var, að flokkum hafði fjölgað á vinstri væng stjórnmálanna, og dreifðist því 30%-fylgið, sem Samfylking naut 2009, á Pírata, Vinstri græna, Flokk fólksins, Sósíalistaflokkinn, auk Samfylkarinnar. Framtíðin flokksins og forustan Í framhaldinu hefur Samfylkingin verið að skoða og gera úttekt á sjálfri sér. Minningin um 30%-in lifir, og eru ýmsir að ímynda sér, að enn megi ná slíku fylgi. Halda margir, að þetta geti gerzt með nýjum formanni, lausnara, sem svo á að vera, ungri og gjörvilegri konu, Kristrúnu Frostadóttur. Setur undir-ritaður spurningu við þá skoðun, trú eða von. Kristrún er ung, 34 ára, með mikla og góða skólagöngu, sem hún endaði árið 2016, en lítið og mjög einahæft reynslusvið, mest á vettvangi fjár- og bankamála. Efast því undirritaður um, að hennar tími sé kominn, en hann gæti komið seinna. Reynslan er gífurlega þýðingarmikil, en hluti hennar er, að gera mistök og læra af þeim, og svo forðast þau, eftir föngum, jafnframt því sem reynslan færir mönnum þroska, dýpri sýn og betri skilning á mönnum og málefnum, sem meðfædd greind eða góð menntun ná ekki að jafna. Stefnumál skorin við nögl Kristrún hefur setið fyrir svörum hjá Dagmálum/Mogga og Reyni Traustasyn/Mannlífi. Virðast hennar helztu stefnumál vera þessi: Umbætur í heilbrigðiskerfinu Sókn í húsnæðismálum Bætt samgöngukerfi „Kjarnamál jafnaðarmanna“. Þetta er magurt, eiginlega eru þetta almenn stefnumál, og er hér ekkert bitastætt, frumlegt eða nýtt, einkennandi eða sérstakt fyrir kandídatinn á ferð. Og, það sem verra er, hér er eingöngu um útgjaldamál að ræða, án þess að grein sé gerð fyrir tekjum á móti, nema hvað „að miðstéttin geti borið meiri tímabundnar byrðar“. Aukin skattheimta. Hvað með aukna tekjuöflun, aðra en skatta, eða endurskoðun og niðurfærslu útgjalda, sparnað í ríkiskerfinu? Er þar allt í rjómalagi? Stærstu málin Undirritaður telur stærstu mál líðandi stundar þessi: - Evrópumálin, fulla aðild að ESB, sem meirhluti þjóðarinnar vill. Fyrir öllum öðrum jafnaðarmannaflokkum er Evrópusamstarfið heilagt -Upptöku Evru, sem líka er meirihluti fyrir, enda myndi hún færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað og laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka, verzlunar- og þjónustufyrirtækja -Auðlindamálin, sem mikill hluti þjóðarinnar vill breytingu á -Ný stjórnarskrá, sama?? Með þessi stórmál hefur formannskandídatinn lítið gert. Hvað segja Svisslendigar? Í Lausanne í Sviss er háskóli, sem heitir International Institute for Management Development, IMD, og er hann flokkaður með beztu háskólum heims. Þessi háskóli hefur um langt árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða, og er Ísland með. Nýlega greindi IMD frá niðurstöðum sínum fyrir 2022. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfni með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagslegrar frammistöðu Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Stöðu samfélagslegra innviða. Í heildina tekið er Danmörk nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland er í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland niður, er efnahagsleg frammistaða. Einn allra þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinn, í 56. sæti. Ræður þar miklu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. bara 5%. Hvað hamlar erlendri fjárfestingu? Hvað skyldi valda þessari tregðu erlendra fjárfesta til að koma hingað með sitt fjármagn!? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst íslenzka krónan. Menn vilja ekki koma með sína fjármuni inn í íslenzku-krónu-hagkerfið. Þessvegna er Evran svo mikilvæg! Það er synd, að hámenntaður hagfræðingur og efnahagssérfræðingur, klár kona, sem nú vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá þetta, alla vega ekki gera mikið með það. Hvað þá með önnur mál, sem standa henni fjær? Leit yfir lækinn Stundum fara menn yfir lækinn í leit að vatni. Hví líta Samfylkingarmenn sé ekki nær, t.a.m. til þingflokksformanns síns, Helgu Völu, sem er fær, framtakssöm, alhliða og býr yfir mikilli og víðtækri reynslu og verðmætum samböndum og tengingum. Sterkasti kandídat Samfylkingarinnar til formanns og afgerandi stjórnmálaáhrifa í landinu er þó Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórinn. Væri ekki ráð að ræða betur við hann!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Samfylkingin Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hér vil ég skoða þann stjórnmálaflokk, sem stofnaður var úr 4 flokkum árið 2000, til að verða mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna. Fylgið og Logi Samfylkingarinnar náði því 2009 að vera mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, með 30% fylgi og 20 þingmönnum, datt niður í 13% og 9 þingmenn 2013 og hrundi svo í 6% og 3 þingmenn 2016. Logi Einarsson, þá nýr formaður, náði flokknum upp í 12% og 7 þingmenn 2017, en svo kom smá bakslag 2021, 10% fylgi og 6 þingmenn. Margir Samfylkingarmenn virðast telja, að þessi dræmi árangur flokksins í síðustu Alþingiskosningum sé Loga að kenna, hann hafi ekki verið nógur mikill og afgerandi leiðtogi. Skoðun undirritaðs er önnur. Ég tel Loga mætan mann, með góðan skilning á mörgum mikilvægum þjóðfélagsmálum, glöggan, rólegan og yfirvegaðan. Í mínum huga urðu Loga þó á tvenn mistök, sem eflaust kostuðu fylgi: 1. Hann beitti sér ekki nægilega í uppstillingarmálum og vali á lista, og lét það viðgangast, að úrvals mönnum var bolað út. 2. Hann lét telja sig á, kannske af formannskandídatinum, að setja nýjan stóreignaskatt á kosningastefnuskrá flokksins, sem mæltist illa fyrir, því margir skilja, að eðlilegra sé, að skattleggja tekjur, en eignir. Hitt vandamál Loga var, að flokkum hafði fjölgað á vinstri væng stjórnmálanna, og dreifðist því 30%-fylgið, sem Samfylking naut 2009, á Pírata, Vinstri græna, Flokk fólksins, Sósíalistaflokkinn, auk Samfylkarinnar. Framtíðin flokksins og forustan Í framhaldinu hefur Samfylkingin verið að skoða og gera úttekt á sjálfri sér. Minningin um 30%-in lifir, og eru ýmsir að ímynda sér, að enn megi ná slíku fylgi. Halda margir, að þetta geti gerzt með nýjum formanni, lausnara, sem svo á að vera, ungri og gjörvilegri konu, Kristrúnu Frostadóttur. Setur undir-ritaður spurningu við þá skoðun, trú eða von. Kristrún er ung, 34 ára, með mikla og góða skólagöngu, sem hún endaði árið 2016, en lítið og mjög einahæft reynslusvið, mest á vettvangi fjár- og bankamála. Efast því undirritaður um, að hennar tími sé kominn, en hann gæti komið seinna. Reynslan er gífurlega þýðingarmikil, en hluti hennar er, að gera mistök og læra af þeim, og svo forðast þau, eftir föngum, jafnframt því sem reynslan færir mönnum þroska, dýpri sýn og betri skilning á mönnum og málefnum, sem meðfædd greind eða góð menntun ná ekki að jafna. Stefnumál skorin við nögl Kristrún hefur setið fyrir svörum hjá Dagmálum/Mogga og Reyni Traustasyn/Mannlífi. Virðast hennar helztu stefnumál vera þessi: Umbætur í heilbrigðiskerfinu Sókn í húsnæðismálum Bætt samgöngukerfi „Kjarnamál jafnaðarmanna“. Þetta er magurt, eiginlega eru þetta almenn stefnumál, og er hér ekkert bitastætt, frumlegt eða nýtt, einkennandi eða sérstakt fyrir kandídatinn á ferð. Og, það sem verra er, hér er eingöngu um útgjaldamál að ræða, án þess að grein sé gerð fyrir tekjum á móti, nema hvað „að miðstéttin geti borið meiri tímabundnar byrðar“. Aukin skattheimta. Hvað með aukna tekjuöflun, aðra en skatta, eða endurskoðun og niðurfærslu útgjalda, sparnað í ríkiskerfinu? Er þar allt í rjómalagi? Stærstu málin Undirritaður telur stærstu mál líðandi stundar þessi: - Evrópumálin, fulla aðild að ESB, sem meirhluti þjóðarinnar vill. Fyrir öllum öðrum jafnaðarmannaflokkum er Evrópusamstarfið heilagt -Upptöku Evru, sem líka er meirihluti fyrir, enda myndi hún færa stöðugleika inn í íslenzkt efnahagslíf, stórlækka vexti og tilkostnað og laða að erlenda fjárfestingu og fyrirtæki; stórskerpa á samkeppni banka, verzlunar- og þjónustufyrirtækja -Auðlindamálin, sem mikill hluti þjóðarinnar vill breytingu á -Ný stjórnarskrá, sama?? Með þessi stórmál hefur formannskandídatinn lítið gert. Hvað segja Svisslendigar? Í Lausanne í Sviss er háskóli, sem heitir International Institute for Management Development, IMD, og er hann flokkaður með beztu háskólum heims. Þessi háskóli hefur um langt árabil framkvæmt úttekt á samkeppnishæfni 63 þjóða, og er Ísland með. Nýlega greindi IMD frá niðurstöðum sínum fyrir 2022. Skilgreinir háskólinn samkeppnishæfni með tilliti til fjögurra þátta: Efnahagslegrar frammistöðu Skilvirkni hins opinbera Skilvirkni atvinnulífsins Stöðu samfélagslegra innviða. Í heildina tekið er Danmörk nr. 1, Sviss nr. 2, Singapúr nr. 3, Svíþjóð nr. 4 og svo koma Finnland og Noregur í 8. og 9. sæti. Ísland er í 16. sæti. Það, sem dregur Ísland niður, er efnahagsleg frammistaða. Einn allra þýðingarmesti þátturinn, því efnahagslegar framfarir eru forsenda aukinnar velferðar. Þar er Ísland aftast á merinn, í 56. sæti. Ræður þar miklu um, að erlend fjárfesting og alþjóðaviðskipti eru hér í lágmarki. Hlutfall erlendra fjárfesta í kauphöllinni er t.a.m. bara 5%. Hvað hamlar erlendri fjárfestingu? Hvað skyldi valda þessari tregðu erlendra fjárfesta til að koma hingað með sitt fjármagn!? Svarið er einfalt: Fyrst og fremst íslenzka krónan. Menn vilja ekki koma með sína fjármuni inn í íslenzku-krónu-hagkerfið. Þessvegna er Evran svo mikilvæg! Það er synd, að hámenntaður hagfræðingur og efnahagssérfræðingur, klár kona, sem nú vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá þetta, alla vega ekki gera mikið með það. Hvað þá með önnur mál, sem standa henni fjær? Leit yfir lækinn Stundum fara menn yfir lækinn í leit að vatni. Hví líta Samfylkingarmenn sé ekki nær, t.a.m. til þingflokksformanns síns, Helgu Völu, sem er fær, framtakssöm, alhliða og býr yfir mikilli og víðtækri reynslu og verðmætum samböndum og tengingum. Sterkasti kandídat Samfylkingarinnar til formanns og afgerandi stjórnmálaáhrifa í landinu er þó Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórinn. Væri ekki ráð að ræða betur við hann!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun