Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 19:00 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri segja peningaþvætti ógn við samfélög á margan máta. Vísir/Egill Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur. Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur.
Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira