Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. september 2022 15:22 Erna Kristín og Benedikt munu fá inni hjá móður Ernu Kristínar til að byrja með. Vísir/Egill Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47