„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 20:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á olíufélögin og fleiri að bjóða landsbyggðinni upp á sambærileg kjör og höfuðborgarbúar njóta. Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann. Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann.
Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent