Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 20:36 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30