Ef litið er til bensínverðs á öðrum bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu virðist bensínlítrinn hvergi ódýrari.
Til samanburðar virðist hæsta verðið hjá N1 vera 328, 2 krónur en það lægsta 301,9 krónur á bensínstöðvum N1 Norðurhellu, Skógarlind og Reykjavíkurvegi.
Hjá Olís virðist bensínlítinn alls staðar kosta það sama á höfuðborgarsvæðinu eða 328,10 krónur.
Bensínlítrinn hjá Atlantsolíu virðist svo hæstur vera 325,10 krónur en lægstur á Sprengisandi og í Kaplakrika þar sem hann er 301,80 krónur.