Flugmaðurinn hafi haft samband við neyðarlínuna klukkan fimm um morgun á staðartíma og tilkynnt þeim um ætlunarverk sitt en flugmaðurinn væri einn um borð í vél að gerðinni Beechkraft King Air 90. CNN greinir frá þessu.
Vélin er sögð hafa lent harkalega á engi nærri Ripley í Mississippi klukkan 10:20 á staðartíma en löggæsluaðilar hafi umkringt flugmanninn þegar lendingu lauk. Alríkislögreglan í Jackson í Mississippi tók þátt í aðgerðunum.