Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 15:29 Íbúar Hvassaleitis fylgdust náið með störfum slökkviliðs í gær. Hugur Veitna er nú sagðuir hjá þeim. Vísir/Vilhelm Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum. Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum.
Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04