Aðrar orsakir en mannleg mistök Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 10:40 Mikið tjón varð í Hvassaleiti í gærkvöldi. Vísir Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. Gríðarlegur vatnsflaumur myndaðist í Hvassaleiti í Reykjavík í gær þegar 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatn flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma vatni niður og dæla upp í nótt. Starfsfólki Veitna tókst að skrúfa fyrir vatnsflauminn um klukkan 23 í gær og við tók umfangsmikið hreinsunarstarf. Að sögn Jóns Trausta er hreinsunarstarfi lokið að mestu og nú taki við hefðbundin vinna þegar tjón verður, að greina orsakir og afleiðingar. „Við erum í raun og veru að stíga fyrstu skrefin í því á þessum tímapunkti, að reyna að átta okkur á því hvað gerðist þarna. Í rauninni höfum við ekki sýn á það hvað varð þess valdandi að svona fór,“ segir hann. Ein af stofnæðum kerfisins Jón Trausti segir að mikið vatn hafi flætt þegar lögnin fór í sundur og að hún sé ein af stofnæðum vatnsveitukerfis Veitna. Lögnin sé 800 millimetrar að þvermáli og leiði vatn frá Gvendarbrunnum til höfuðborgarsvæðisins. Þó varð hvergi kaldavatnslaust í gærkvöldi. „Þegar mest lét voru 450 til 470 sekúndulítrar sem fóru þarna um. Það var bara þegar álagið var hvað mest en það var ekki stöðugt allan tímann.“ segir hann. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann. 2. september 2022 22:37 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Gríðarlegur vatnsflaumur myndaðist í Hvassaleiti í Reykjavík í gær þegar 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatn flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma vatni niður og dæla upp í nótt. Starfsfólki Veitna tókst að skrúfa fyrir vatnsflauminn um klukkan 23 í gær og við tók umfangsmikið hreinsunarstarf. Að sögn Jóns Trausta er hreinsunarstarfi lokið að mestu og nú taki við hefðbundin vinna þegar tjón verður, að greina orsakir og afleiðingar. „Við erum í raun og veru að stíga fyrstu skrefin í því á þessum tímapunkti, að reyna að átta okkur á því hvað gerðist þarna. Í rauninni höfum við ekki sýn á það hvað varð þess valdandi að svona fór,“ segir hann. Ein af stofnæðum kerfisins Jón Trausti segir að mikið vatn hafi flætt þegar lögnin fór í sundur og að hún sé ein af stofnæðum vatnsveitukerfis Veitna. Lögnin sé 800 millimetrar að þvermáli og leiði vatn frá Gvendarbrunnum til höfuðborgarsvæðisins. Þó varð hvergi kaldavatnslaust í gærkvöldi. „Þegar mest lét voru 450 til 470 sekúndulítrar sem fóru þarna um. Það var bara þegar álagið var hvað mest en það var ekki stöðugt allan tímann.“ segir hann.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann. 2. september 2022 22:37 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04
Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann. 2. september 2022 22:37