Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2022 16:37 Prestur í Albertslund í Danmörku Ole Jensen/GettyImages Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók. Danmörk Trúmál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók.
Danmörk Trúmál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira