Svartur september, blóðugur september – Hálf öld frá hryðjuverkunum í München Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 3. september 2022 15:01 Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Blaðamaður meðal áheyrenda spurði Abbas hvort hann myndi fordæma hryðjuverkin sem palestínskir hryðjuverkamenn frömdu á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Í stað þess að svara spurningunni skipti Abbas um umræðuefni og gerði samtímis lítið úr Helförinni. Það er nokkuð ljóst að Abbas mun aldrei fordæma hryðjuverkin í München. Hann er auk þess þeirrar skoðunar að Helförin hafi verið Gyðingum sjálfum að kenna. Þetta er maðurinn sem andstæðingar Ísraels líta á sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Nú er hálf öld liðin frá hryðjuverkunum. Í sögulegu samhengi er hálf öld stuttur tími en við virðumst engu að síður hafa gleymt lærdómnum sem við hefðum átt að draga af þessum harmleik. Það er því vel við hæfi að rifja hann upp. Aðvörun við lýsingum á ofbeldi er hér með gefin. Nýnasistar hjálpa hryðjuverkamönnunum Palestínsku hryðjuverkasamtökin „Svarti september“ stóðu að baki árásinni. Þessi samtök voru angi Fatah-hreyfingarinnar. Nafn þeirra vísar til hryðjuverkastríðs sem var háð í Jórdaníu árið 1970. Í München var ætlunarverk þeirra að taka alla ísraelsku Ólympíufarana í gíslingu og krefjast lausnar um 200 hryðjuverkamanna úr fangelsi. Átta liðsmenn Svarta septembers tóku þátt í árásinni – tveir leiðtogar og sex óbreyttir. Fyrir Ólympíuleikana höfðu þeir ferðast hver í sínu lagi frá Sýrlandi til Vestur-Þýskalands. Þeir ferðuðust með lestum og voru með fölsuð vegabréf. Hryðjuverkamennirnir nutu aðstoðar tveggja vestur-þýskra nýnasista. Nýnasistarnir höfðu kynnst Svarta september í gegn um skoðanabróður þeirra sem hafði barist með liðsmönnum samtakanna í Jórdaníu. Annar nýnasistanna játaði síðar að hafa smyglað lýbískum vopnum frá Spáni til München. Gíslatakan í Ólympíuþorpinu Öryggisráðstöfunum vestur-þýskra yfirvalda var verulega ábótavant. Tveimur hryðjuverkamannanna tókst að verða sér úti um störf í sjálfu Ólympíuþorpinu – annar sem kokkur og hinn sem garðyrkjumaður. Hinir félagar þeirra klifruðu einfaldlega yfir girðinguna sem lá að þorpinu. Um kvöldið þann 4. september laumuðust hryðjuverkamennirnir inn í Ólympíuþorpið. Þeir höfðu áður aflað sér upplýsinga um staðsetningu ísraelsku Ólympíufaranna, en þeir gistu í fimm íbúðum í einu fjölbýlishúsinu. Fyrsta verk hryðjuverkamannanna var að ryðjast inn í íbúð ísraelsku þjálfaranna. Þar tóku þeir sex manns í gíslingu. Glímuþjálfarinn Moshe Weinberg reyndi að stöðva þá en var skotinn í kinnina fyrir vikið. Hryðjuverkamennirnir þvinguðu hann síðan til að leiða sig að fleiri Ísraelsmönnum. Hann leiddi þá að íbúð sem hýsti ísraelsku glímukappana og kraftlyftingamennina. Með hjálp Weinbergs náði einn þeirra að flýja, en Weinberg var þá skotinn til bana. Fimm Ísraelsmenn til viðbótar voru leiddir til baka í fyrstu íbúðina. Þar reyndi einn kraftlyftingamannanna, Yossef Romano, að yfirbuga einn hryðjuverkamannanna án árangurs. Romano var skotinn fyrir vikið. Í íbúðinni sátu níu gíslanna bundnir. Þar tóku hryðjuverkamennirnir Romano og skáru undan honum fyrir framan hina gíslana. Romano lést af sárum sínum. Auk þess voru hinir gíslarnir ítrekað barðir og nokkrir þeirra hlutu beinbrot. Kröfur hryðjuverkamannanna Byssuhvellirnir þegar Weinberg var skotinn urðu til þess að fréttir af árásinni spurðust fljótlega út. Snemma um morguninn komu hryðjuverkamennirnir kröfum sínum á framfæri – frelsun um 200 fangaðra hryðjuverkamanna í skiptum fyrir ísraelsku gíslana. Um kvöldið náðu samningamenn að sannfæra hryðjuverkamennina um að fara með gíslunum í tvær þyrlur. Þyrlurnar flugu síðan á yfirgefinn flugvöll í 25 kílómetra fjarlægð. Þaðan átti að fljúga þeim öllum til Kaíró þar sem halda átti samningaviðræðum áfram. Yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi virtist meira í mun að forðast neikvæða fjölmiðlaumfjöllun en að varðveita líf þeirra níu gísla sem voru enn lifandi. Ankie Spitzer (ekkja Andre Spitzer sem var einn gíslanna) sagði í viðtali árið 2016: „Ég hugsaði... ef þeir eru teknir á einhvern lítinn afvikinn flugvöll mun það vera endir þeirra.“ Hún vissi að það eina sem hélt þeim á lífi var allt fjölmiðlafólkið og myndavélarnar í Ólympíuþorpinu. Á Fürstenfeldbruck-flugvellinum Á flugvellinum stóð Boeing-þota sem virtist tilbúin til brottfarar. En það virðist ekki raunverulega hafa staðið til að fljúga hryðjuverkamönnunum og gíslum þeirra til Kaíró. Þeir fáu lögreglumenn sem áttu að þykjast vera áhöfn þotunnar flýðu snemma af vettvangi. Í byggingum nálægt þotunni voru tugir vestur-þýskra lögreglumanna, þeirra á meðal leyniskyttur. Eftir að hafa gert sér grein fyrir því að í þotunni var engin áhöfn, hlupu leiðtogar hryðjuverkamannanna æstir út á flugbrautina. Skotbardagi hófst þegar leyniskytturnar skutu annan þeirra. Þá skutu hryðjuverkamennirnir öll ljósin sem lýstu upp flugvöllinn en bardaginn hélt áfram í náttmyrkrinu. Í kúlnahríðinni lést vestur-þýskur lögreglumaður í einni byggingunni við flugbrautina. Að lokum henti einn hryðjuverkamannanna handsprengju inn í aðra þyrluna þar sem fjórir gíslanna sátu enn bundnir. Þegar þyrlan sprakk í loft upp voru gíslarnir fimm í hinni þyrlunni skotnir af öðrum hryðjuverkamanni. Allir gíslarnir níu létust. Málalok Fimm af hryðjuverkamönnunum átta voru skotnir til bana á flugvellinum. Hinir þrír voru settir í varðhald en fóru aldrei fyrir dóm. Það vill svo til að sjö vikum eftir hryðjuverkin í München rændu tveir Palestínumenn flugvél á leið frá Beirút til Frankfúrt. Þeir kröfðust þess að hryðjuverkamönnunum þremur yrði sleppt. Vestur-þýsk yfirvöld létu undan kröfum þeirra. Hryðjuverkamönnunum var flogið til Lýbíu þar sem þeir voru hylltir sem hetjur af Muammar Gaddafi. Tveir þeirra – Mohammed Safady og Jamal Al-Gashey – fóru í felur og eru mögulega enn á lífi. Orðaval fjölmiðla Fyrir hálfri öld vissi vestrænt fjölmiðlafólk og almenningur að palestínsk hryðjuverkasamtök bera höfuðábyrgðina á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum hafa hryðjuverkin í auknum mæli verið falin og í staðinn hefur sökinni verið skellt á Ísraelsríki. Engu að síður munu ýmsir fjölmiðlar væntanlega minnast hryðjuverkanna í München. En margir þeirra munu ekki nota orðin „hryðjuverk“ og „hryðjuverkamenn“. Í staðin munu þeir nota orð eins og „fjöldamorð“ og „árásarmenn“. Þetta hefur lengi verið verklag almennra fjölmiðla þegar fjallað er um palestínsk hryðjuverk. Fjölmiðlar virðast vera ýmist hræddir eða óviljugir til að nota rétt hugtök þegar palestínsk samtök eiga í hlut. Þegar svo er í pottinn búið er vert að velta fyrir sér hverjir stjórni raunverulega umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðlar (ef einhverjir) muni þora að nota þessi hugtök. Eftirfarandi er listi yfir tólf fórnarlömb árásarinnar og aldur þeirra. Þeir voru allir Ísraelsmenn að undanskildum þeim síðastnefnda sem var vestur-þýskur lögreglumaður. Moshe Weinberg (33) Yossef Romano (32) Ze’ev Friedman (28) David Mark Berger (28) Ya’akov Springer (51) Eliezer Halfin (24) Yossef Gutfreund (40) Kehat Shorr (53) Mark Slavin (18) Andre Spitzer (27) Amitzur Shapira (40) Anton Fliegerbauer (32) Þessi grein er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkanna í München og aðstandendum þeirra. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ólympíuleikar Ísrael Palestína Þýskaland Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Blaðamaður meðal áheyrenda spurði Abbas hvort hann myndi fordæma hryðjuverkin sem palestínskir hryðjuverkamenn frömdu á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Í stað þess að svara spurningunni skipti Abbas um umræðuefni og gerði samtímis lítið úr Helförinni. Það er nokkuð ljóst að Abbas mun aldrei fordæma hryðjuverkin í München. Hann er auk þess þeirrar skoðunar að Helförin hafi verið Gyðingum sjálfum að kenna. Þetta er maðurinn sem andstæðingar Ísraels líta á sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Nú er hálf öld liðin frá hryðjuverkunum. Í sögulegu samhengi er hálf öld stuttur tími en við virðumst engu að síður hafa gleymt lærdómnum sem við hefðum átt að draga af þessum harmleik. Það er því vel við hæfi að rifja hann upp. Aðvörun við lýsingum á ofbeldi er hér með gefin. Nýnasistar hjálpa hryðjuverkamönnunum Palestínsku hryðjuverkasamtökin „Svarti september“ stóðu að baki árásinni. Þessi samtök voru angi Fatah-hreyfingarinnar. Nafn þeirra vísar til hryðjuverkastríðs sem var háð í Jórdaníu árið 1970. Í München var ætlunarverk þeirra að taka alla ísraelsku Ólympíufarana í gíslingu og krefjast lausnar um 200 hryðjuverkamanna úr fangelsi. Átta liðsmenn Svarta septembers tóku þátt í árásinni – tveir leiðtogar og sex óbreyttir. Fyrir Ólympíuleikana höfðu þeir ferðast hver í sínu lagi frá Sýrlandi til Vestur-Þýskalands. Þeir ferðuðust með lestum og voru með fölsuð vegabréf. Hryðjuverkamennirnir nutu aðstoðar tveggja vestur-þýskra nýnasista. Nýnasistarnir höfðu kynnst Svarta september í gegn um skoðanabróður þeirra sem hafði barist með liðsmönnum samtakanna í Jórdaníu. Annar nýnasistanna játaði síðar að hafa smyglað lýbískum vopnum frá Spáni til München. Gíslatakan í Ólympíuþorpinu Öryggisráðstöfunum vestur-þýskra yfirvalda var verulega ábótavant. Tveimur hryðjuverkamannanna tókst að verða sér úti um störf í sjálfu Ólympíuþorpinu – annar sem kokkur og hinn sem garðyrkjumaður. Hinir félagar þeirra klifruðu einfaldlega yfir girðinguna sem lá að þorpinu. Um kvöldið þann 4. september laumuðust hryðjuverkamennirnir inn í Ólympíuþorpið. Þeir höfðu áður aflað sér upplýsinga um staðsetningu ísraelsku Ólympíufaranna, en þeir gistu í fimm íbúðum í einu fjölbýlishúsinu. Fyrsta verk hryðjuverkamannanna var að ryðjast inn í íbúð ísraelsku þjálfaranna. Þar tóku þeir sex manns í gíslingu. Glímuþjálfarinn Moshe Weinberg reyndi að stöðva þá en var skotinn í kinnina fyrir vikið. Hryðjuverkamennirnir þvinguðu hann síðan til að leiða sig að fleiri Ísraelsmönnum. Hann leiddi þá að íbúð sem hýsti ísraelsku glímukappana og kraftlyftingamennina. Með hjálp Weinbergs náði einn þeirra að flýja, en Weinberg var þá skotinn til bana. Fimm Ísraelsmenn til viðbótar voru leiddir til baka í fyrstu íbúðina. Þar reyndi einn kraftlyftingamannanna, Yossef Romano, að yfirbuga einn hryðjuverkamannanna án árangurs. Romano var skotinn fyrir vikið. Í íbúðinni sátu níu gíslanna bundnir. Þar tóku hryðjuverkamennirnir Romano og skáru undan honum fyrir framan hina gíslana. Romano lést af sárum sínum. Auk þess voru hinir gíslarnir ítrekað barðir og nokkrir þeirra hlutu beinbrot. Kröfur hryðjuverkamannanna Byssuhvellirnir þegar Weinberg var skotinn urðu til þess að fréttir af árásinni spurðust fljótlega út. Snemma um morguninn komu hryðjuverkamennirnir kröfum sínum á framfæri – frelsun um 200 fangaðra hryðjuverkamanna í skiptum fyrir ísraelsku gíslana. Um kvöldið náðu samningamenn að sannfæra hryðjuverkamennina um að fara með gíslunum í tvær þyrlur. Þyrlurnar flugu síðan á yfirgefinn flugvöll í 25 kílómetra fjarlægð. Þaðan átti að fljúga þeim öllum til Kaíró þar sem halda átti samningaviðræðum áfram. Yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi virtist meira í mun að forðast neikvæða fjölmiðlaumfjöllun en að varðveita líf þeirra níu gísla sem voru enn lifandi. Ankie Spitzer (ekkja Andre Spitzer sem var einn gíslanna) sagði í viðtali árið 2016: „Ég hugsaði... ef þeir eru teknir á einhvern lítinn afvikinn flugvöll mun það vera endir þeirra.“ Hún vissi að það eina sem hélt þeim á lífi var allt fjölmiðlafólkið og myndavélarnar í Ólympíuþorpinu. Á Fürstenfeldbruck-flugvellinum Á flugvellinum stóð Boeing-þota sem virtist tilbúin til brottfarar. En það virðist ekki raunverulega hafa staðið til að fljúga hryðjuverkamönnunum og gíslum þeirra til Kaíró. Þeir fáu lögreglumenn sem áttu að þykjast vera áhöfn þotunnar flýðu snemma af vettvangi. Í byggingum nálægt þotunni voru tugir vestur-þýskra lögreglumanna, þeirra á meðal leyniskyttur. Eftir að hafa gert sér grein fyrir því að í þotunni var engin áhöfn, hlupu leiðtogar hryðjuverkamannanna æstir út á flugbrautina. Skotbardagi hófst þegar leyniskytturnar skutu annan þeirra. Þá skutu hryðjuverkamennirnir öll ljósin sem lýstu upp flugvöllinn en bardaginn hélt áfram í náttmyrkrinu. Í kúlnahríðinni lést vestur-þýskur lögreglumaður í einni byggingunni við flugbrautina. Að lokum henti einn hryðjuverkamannanna handsprengju inn í aðra þyrluna þar sem fjórir gíslanna sátu enn bundnir. Þegar þyrlan sprakk í loft upp voru gíslarnir fimm í hinni þyrlunni skotnir af öðrum hryðjuverkamanni. Allir gíslarnir níu létust. Málalok Fimm af hryðjuverkamönnunum átta voru skotnir til bana á flugvellinum. Hinir þrír voru settir í varðhald en fóru aldrei fyrir dóm. Það vill svo til að sjö vikum eftir hryðjuverkin í München rændu tveir Palestínumenn flugvél á leið frá Beirút til Frankfúrt. Þeir kröfðust þess að hryðjuverkamönnunum þremur yrði sleppt. Vestur-þýsk yfirvöld létu undan kröfum þeirra. Hryðjuverkamönnunum var flogið til Lýbíu þar sem þeir voru hylltir sem hetjur af Muammar Gaddafi. Tveir þeirra – Mohammed Safady og Jamal Al-Gashey – fóru í felur og eru mögulega enn á lífi. Orðaval fjölmiðla Fyrir hálfri öld vissi vestrænt fjölmiðlafólk og almenningur að palestínsk hryðjuverkasamtök bera höfuðábyrgðina á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum hafa hryðjuverkin í auknum mæli verið falin og í staðinn hefur sökinni verið skellt á Ísraelsríki. Engu að síður munu ýmsir fjölmiðlar væntanlega minnast hryðjuverkanna í München. En margir þeirra munu ekki nota orðin „hryðjuverk“ og „hryðjuverkamenn“. Í staðin munu þeir nota orð eins og „fjöldamorð“ og „árásarmenn“. Þetta hefur lengi verið verklag almennra fjölmiðla þegar fjallað er um palestínsk hryðjuverk. Fjölmiðlar virðast vera ýmist hræddir eða óviljugir til að nota rétt hugtök þegar palestínsk samtök eiga í hlut. Þegar svo er í pottinn búið er vert að velta fyrir sér hverjir stjórni raunverulega umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðlar (ef einhverjir) muni þora að nota þessi hugtök. Eftirfarandi er listi yfir tólf fórnarlömb árásarinnar og aldur þeirra. Þeir voru allir Ísraelsmenn að undanskildum þeim síðastnefnda sem var vestur-þýskur lögreglumaður. Moshe Weinberg (33) Yossef Romano (32) Ze’ev Friedman (28) David Mark Berger (28) Ya’akov Springer (51) Eliezer Halfin (24) Yossef Gutfreund (40) Kehat Shorr (53) Mark Slavin (18) Andre Spitzer (27) Amitzur Shapira (40) Anton Fliegerbauer (32) Þessi grein er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkanna í München og aðstandendum þeirra. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun