Frá kyrrsetumanni að drepast - yfir í líkama sem gott er að lifa í Jón Þór Ólafsson skrifar 2. september 2022 13:31 Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar