Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 11:21 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað af stríðsátökunum í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17