Hvers vegna óttast stjórnvöld samkeppni svona mikið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2022 07:01 Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun