Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 11:41 Linda Karen Gunnarsdóttir er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það í gær. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Steinunn segir í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að viðbrögðin eftir að hún steig fram hafi verið ótrúleg. „Það er endalaust búið að hringja í mig og fólk tilkynna mér það að það sé margbúið að tilkynna þetta dýraníð til eftirlitsstofnana. Fólk að hafa samband við mig sem átti hesta þarna, hafði selt þessum einstaklingum hesta, það vill fjarlægja þá úr þessum aðstæðum. Er tilbúið til þess að koma og ná í þá,“ segir Steinunn. „Þessu bara varð að linna“ Steinunn fékk í gærkvöldi upplýsingar um að verið væri að flytja hross af bænum. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til á ellefta tímanum og rætt við fólk sem stóð þar í hestaflutningum. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst. Fyrst hafi lögreglu verið tilkynnt um málið í ágúst - og því komið áfram til viðeigandi eftirlitsaðila. En Steinunn segir hina meintu illu meðferð á skepnunum hafa verið altalaða í sveitinni um árabil. „Guð minn almáttugur, já. Það er bara mál manna. Þessu bara varð að linna.“ Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi flestum hrossunum verið komið á beit, samkvæmt kröfum stofnunarinnar. Málið sé á viðkvæmum stað. Þá er hún ekki tilbúin að tjá sig um það hvenær málið kom fyrst inn á borð MAST. Steinunn segir aðhafst alltof seint. Ekkert út nema í skjóli nætur „Það er ekkert verið að gera. Það er nákvæmlega ekkert verið að gera. Skepnurnar eru enn undir höndum níðinganna. Þó þau séu komin út á grænt gras þá er haustið framundan og þau eru alls ekki tilbúin að fara inn í veturinn, þessi tryppi sem voru... þau eru ekki búin að fara út neitt í sumar nema bara í skjóli nætur,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Dýraverndarsamband Íslands segir Matvælastofnun endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. „Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) skorar á Matvælastofnun (MAST) að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð og tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar. Sýnt er að ítrekað hefur verið haft samband við yfirvöld um aðstæður dýranna án viðbragða af hálfu MAST,“ segir í yfirlýsingu frá Dýraverndarsambandi Íslands sem Linda Karen Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir sem formaður. „Þetta mál í Borgarbyggð er ekki fyrsta tilvikið þar sem Matvælastofnun bregst seint og illa við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum. MAST hefur þær lagaheimildir sem þarf til að bregðast tafarlaust við slíkum málum og ber að nýta þær. Við svo búið verður ekki unað og ljóst er að taka verður til gagngerrar endurskoðunar eftirlitshlutverk stofnunarinnar með velferð dýra.“ Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það í gær. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Steinunn segir í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að viðbrögðin eftir að hún steig fram hafi verið ótrúleg. „Það er endalaust búið að hringja í mig og fólk tilkynna mér það að það sé margbúið að tilkynna þetta dýraníð til eftirlitsstofnana. Fólk að hafa samband við mig sem átti hesta þarna, hafði selt þessum einstaklingum hesta, það vill fjarlægja þá úr þessum aðstæðum. Er tilbúið til þess að koma og ná í þá,“ segir Steinunn. „Þessu bara varð að linna“ Steinunn fékk í gærkvöldi upplýsingar um að verið væri að flytja hross af bænum. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til á ellefta tímanum og rætt við fólk sem stóð þar í hestaflutningum. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst. Fyrst hafi lögreglu verið tilkynnt um málið í ágúst - og því komið áfram til viðeigandi eftirlitsaðila. En Steinunn segir hina meintu illu meðferð á skepnunum hafa verið altalaða í sveitinni um árabil. „Guð minn almáttugur, já. Það er bara mál manna. Þessu bara varð að linna.“ Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi flestum hrossunum verið komið á beit, samkvæmt kröfum stofnunarinnar. Málið sé á viðkvæmum stað. Þá er hún ekki tilbúin að tjá sig um það hvenær málið kom fyrst inn á borð MAST. Steinunn segir aðhafst alltof seint. Ekkert út nema í skjóli nætur „Það er ekkert verið að gera. Það er nákvæmlega ekkert verið að gera. Skepnurnar eru enn undir höndum níðinganna. Þó þau séu komin út á grænt gras þá er haustið framundan og þau eru alls ekki tilbúin að fara inn í veturinn, þessi tryppi sem voru... þau eru ekki búin að fara út neitt í sumar nema bara í skjóli nætur,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Dýraverndarsamband Íslands segir Matvælastofnun endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. „Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) skorar á Matvælastofnun (MAST) að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð og tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar. Sýnt er að ítrekað hefur verið haft samband við yfirvöld um aðstæður dýranna án viðbragða af hálfu MAST,“ segir í yfirlýsingu frá Dýraverndarsambandi Íslands sem Linda Karen Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir sem formaður. „Þetta mál í Borgarbyggð er ekki fyrsta tilvikið þar sem Matvælastofnun bregst seint og illa við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum. MAST hefur þær lagaheimildir sem þarf til að bregðast tafarlaust við slíkum málum og ber að nýta þær. Við svo búið verður ekki unað og ljóst er að taka verður til gagngerrar endurskoðunar eftirlitshlutverk stofnunarinnar með velferð dýra.“
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent