Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 06:22 Maðurinn stakk lögregluna af bæði með hraðakstri og á fæti. Vísir/Vilhelm Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en atvikið átt sér stað á fyrsta tímanum í nótt. Svo virðist sem nokkuð hafi verið um að vera hjá umferðardeild lögreglu í nótt af marka má dagbókina. Bifreið var stöðvuð í Laugardal á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Annar var stöðvaður í sama hverfi stuttu síðar grunaður um ölvun við akstur. Einn var þá stöðvaður í Múlum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur svipur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti fyrir að nota farsíma undir stýri. Ökumaðurinn játaði brotið á staðnum. Annar var stöðvaður í miðbæ Kópavogs grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Einn til viðbótar var stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsi í Múlum á sjötta tímanum í gærkvöldi þar sem virðist hafa verið farið inn í hús og erðmætum stolið á meðan húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi. Þá kom upp eldur í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur um korter í sex í gærkvöldi. Slökkvilið fór á vettvang og telur að upp hafi komið rafmagnsbruni í loftljósi en skemmdir eru sagðar minniháttar. Maður í annarlegu átandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn er grunaður um eignarspjöll, til dæmis rúðubrot, og var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í miðbænum í nótt. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru þá höfð af karlmanni í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Lögregla lagði hald á efnin og ritaði vettvangsskýrslu. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en atvikið átt sér stað á fyrsta tímanum í nótt. Svo virðist sem nokkuð hafi verið um að vera hjá umferðardeild lögreglu í nótt af marka má dagbókina. Bifreið var stöðvuð í Laugardal á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Annar var stöðvaður í sama hverfi stuttu síðar grunaður um ölvun við akstur. Einn var þá stöðvaður í Múlum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur svipur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti fyrir að nota farsíma undir stýri. Ökumaðurinn játaði brotið á staðnum. Annar var stöðvaður í miðbæ Kópavogs grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Einn til viðbótar var stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsi í Múlum á sjötta tímanum í gærkvöldi þar sem virðist hafa verið farið inn í hús og erðmætum stolið á meðan húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi. Þá kom upp eldur í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur um korter í sex í gærkvöldi. Slökkvilið fór á vettvang og telur að upp hafi komið rafmagnsbruni í loftljósi en skemmdir eru sagðar minniháttar. Maður í annarlegu átandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn er grunaður um eignarspjöll, til dæmis rúðubrot, og var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í miðbænum í nótt. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru þá höfð af karlmanni í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Lögregla lagði hald á efnin og ritaði vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira