„Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. ágúst 2022 19:30 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Einhverf kona sem fékk á dögunum langþráð samþykki frá Háskóla Íslands til að sækja nám í sagnfræði segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun. Lára Þorsteinsdóttir vakti athygli á takmörkuðu framboði náms fyrir fólk með fötlun hjá Háskóla Íslands í Spjallinu með Góðvild í fyrra. Þar sagði hún að það væri ósanngjarnt að henni og öðrum fötluðum stæði bara starfstengt diplómunám til boða. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni,“ sagði Lára í Spjalli með Góðvild í fyrra. Þessi draumur Láru rættist á dögunum þegar hún fékk langþráð símtal frá háskólanum þar sem henni var tilkynnt að hún gæti loksins hafið nám í sagnfræði. „Sá sem hringdi sagði mér að það væri búið að fá allt í gegn og að ég kæmist í einn áfanga þar.“ Fyrsti skóladagurinn var á mánudaginn og segir Lára spennandi að vera loksins byrjuð í háskóla. „Ég er að læra hvernig sagnfræðin varð til og þetta er undirbúningskúrs sem ég er í.“ Hún segir mikilvægt að hrósa skólanum fyrir að bjóða henni loksins skólavist og vonast til að fleiri fái að stunda draumanámið. Lára segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun enda hafi sá hópur margt til brunns að bera. „Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau. Fólk ætti aldrei að dæma fatlað fólk út af því að það er öðruvísi.“ Lára vinnur á Te og kaffi meðfram skóla en þegar hún hefur lokið háskólanámi langar hana að gera ýmislegt. „Mig langar að vinna með fötluðum börnum eða dýrum eða auðvitað líka sagnfræði.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Lára Þorsteinsdóttir vakti athygli á takmörkuðu framboði náms fyrir fólk með fötlun hjá Háskóla Íslands í Spjallinu með Góðvild í fyrra. Þar sagði hún að það væri ósanngjarnt að henni og öðrum fötluðum stæði bara starfstengt diplómunám til boða. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni,“ sagði Lára í Spjalli með Góðvild í fyrra. Þessi draumur Láru rættist á dögunum þegar hún fékk langþráð símtal frá háskólanum þar sem henni var tilkynnt að hún gæti loksins hafið nám í sagnfræði. „Sá sem hringdi sagði mér að það væri búið að fá allt í gegn og að ég kæmist í einn áfanga þar.“ Fyrsti skóladagurinn var á mánudaginn og segir Lára spennandi að vera loksins byrjuð í háskóla. „Ég er að læra hvernig sagnfræðin varð til og þetta er undirbúningskúrs sem ég er í.“ Hún segir mikilvægt að hrósa skólanum fyrir að bjóða henni loksins skólavist og vonast til að fleiri fái að stunda draumanámið. Lára segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun enda hafi sá hópur margt til brunns að bera. „Sumt fólk dæmir fatlað fólk svo mikið því það heldur að það geti ekki gert neitt eins vel og þau. Fólk ætti aldrei að dæma fatlað fólk út af því að það er öðruvísi.“ Lára vinnur á Te og kaffi meðfram skóla en þegar hún hefur lokið háskólanámi langar hana að gera ýmislegt. „Mig langar að vinna með fötluðum börnum eða dýrum eða auðvitað líka sagnfræði.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20