Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 10:00 Gengi Aftureldingar ræðst að miklu leyti á frammistöðu Blæs Hinrikssonar. vísir/vilhelm Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000. Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000.
2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti
Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00