Feðgarnir með stöðu sakbornings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 08:59 Feðgarnir eru með stöðu sakbornings í málinu. Vísir Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50
Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33
Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31