Þetta segir í tilkynningu á vef MAST en starfsmenn Fiskistofu og Matvælastofnunar hafa farið á staðinn sem laxinn veiddist og tekið sýni sem send voru til Hafrannsóknarstofnunar til erfðagreiningar. Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun.
Fram kemur í tilkynningunni að frekari upplýsingar verði veittar um málið þegar niðurstöður erfðagreiningar liggja fyrir.
Laxeldi er stundað á Vestfjörðum í Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði.