Jón Sveinsson: Svekktur að hafa ekki klárað leikinn Sverrir Mar Smárason skrifar 29. ágúst 2022 22:00 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að ná ekki í öll stigin þrjú í kvöld. Vísir/Diego Fram gerði 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld eftir að hafa jafnað metin í blálokin. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn. „Ég er ánægður með leikinn að mörgu leyti, baráttuna og kraftinn í mínum mönnum. Pínu svekktur að hafa ekki klárað leikinn bara. Fyrir fram ef einhver hefði sagt að við myndum frá fjögur stig gegn Val á þessu Íslandsmóti þá hefðum við tekið því en þegar upp var staðið eftir þennan leik þá fannst mér við eiga meira skilið að vinna. Hörkuleikur , bæði lið lögðu allt í þetta, færi á báða bóga en mér fannst við heilt yfir sterkari,“ sagði Jón. Fram byrjaði leikinn mjög vel og heilt yfir í leiknum var það Fram sem fékk betri færi þar sem Valsmenn björguðu meðal annars nokkrum sinnum á línu. Jón var svekktur að sitt lið hafi ekki nýtt færin betur. „Já klárlega. Nokkrar bjarganir á línu hjá þeim í seinni hálfleiknum. Mér fannst koma smá kafli í fyrri hálfleiknum þar sem við vorum undir kannski tuttugu mínútur þar sem Valur var yfir. Þar fyrir utan fannst mér við vera með leikinn og seinni hálfleikurinn nánast bara eign okkar,“ sagði Jón. Jón gerði fjórar breytingar á sínu liði fyrir leikinn og sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði þá tilfinningu að það lið sem hann tefldi fram væri rétt. „Já ég er ánægður. Það þurfti ekkert að veðja á neitt við erum bara með mjög öflugan hóp og það er erfitt að velja liðið. Það voru mjög súrir menn sem löbbuðu hérna út eftir leikinn og höfðu ekki fengið mínútur. Svona er þetta bara það geta bara ellefu byrjað inná og við áttum einhverjar skiptingar en ákváðum bara að halda okkur við það sem var í gangi. Það dugði ekki til að vissu í dag en það munaði litlu,“ sagði Jón um liðsvalið. Valsmenn töfðu aðeins undir lokin á meðan þeim voru 1-0 yfir og Frammarar voru ósáttir við það. Jón segir það staðfestingu á því að sitt lið hafi verið yfir inná vellinum. „Mér fannst þeir taka sér tíma í hlutina sem staðfestir það sem að mér fannst að við vorum yfir í leiknum og þeir áttu aðeins undir högg að sækja. Þá ferðu oft í þann leik en það eru mikil gæði í þessu Vals-liði, þeir voru nokkrum sinnum nálægt því að sleppa í gegn og hefðu getað refsað okkur með ákafa en þetta varð niðurstaðan,“ sagði Jón. Fram situr enn í 7. sæti og ætla sér að komast upp fyrir strik til þess að taka þátt í efri hluta umspilsins. Til þess hafa þeir þrjá leiki. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig staðan er í þessu. Eins og við höfum gert í allt sumar þá förum við í alla leiki til þess að vinna og taka þrjú stig. Það var markmiðið í dag og verður markmiðið í næsta leik. Við verðum bara að taka klisjuna að það er bara einn leikur í einu og þrjú stig í boði í hverjum leik. Svo verðum við bara að sjá til í lok september hvar við stöndum og hvað bíður okkar þegar október kemur,“ sagði Jón að lokum. Besta deild karla Fram Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
„Ég er ánægður með leikinn að mörgu leyti, baráttuna og kraftinn í mínum mönnum. Pínu svekktur að hafa ekki klárað leikinn bara. Fyrir fram ef einhver hefði sagt að við myndum frá fjögur stig gegn Val á þessu Íslandsmóti þá hefðum við tekið því en þegar upp var staðið eftir þennan leik þá fannst mér við eiga meira skilið að vinna. Hörkuleikur , bæði lið lögðu allt í þetta, færi á báða bóga en mér fannst við heilt yfir sterkari,“ sagði Jón. Fram byrjaði leikinn mjög vel og heilt yfir í leiknum var það Fram sem fékk betri færi þar sem Valsmenn björguðu meðal annars nokkrum sinnum á línu. Jón var svekktur að sitt lið hafi ekki nýtt færin betur. „Já klárlega. Nokkrar bjarganir á línu hjá þeim í seinni hálfleiknum. Mér fannst koma smá kafli í fyrri hálfleiknum þar sem við vorum undir kannski tuttugu mínútur þar sem Valur var yfir. Þar fyrir utan fannst mér við vera með leikinn og seinni hálfleikurinn nánast bara eign okkar,“ sagði Jón. Jón gerði fjórar breytingar á sínu liði fyrir leikinn og sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði þá tilfinningu að það lið sem hann tefldi fram væri rétt. „Já ég er ánægður. Það þurfti ekkert að veðja á neitt við erum bara með mjög öflugan hóp og það er erfitt að velja liðið. Það voru mjög súrir menn sem löbbuðu hérna út eftir leikinn og höfðu ekki fengið mínútur. Svona er þetta bara það geta bara ellefu byrjað inná og við áttum einhverjar skiptingar en ákváðum bara að halda okkur við það sem var í gangi. Það dugði ekki til að vissu í dag en það munaði litlu,“ sagði Jón um liðsvalið. Valsmenn töfðu aðeins undir lokin á meðan þeim voru 1-0 yfir og Frammarar voru ósáttir við það. Jón segir það staðfestingu á því að sitt lið hafi verið yfir inná vellinum. „Mér fannst þeir taka sér tíma í hlutina sem staðfestir það sem að mér fannst að við vorum yfir í leiknum og þeir áttu aðeins undir högg að sækja. Þá ferðu oft í þann leik en það eru mikil gæði í þessu Vals-liði, þeir voru nokkrum sinnum nálægt því að sleppa í gegn og hefðu getað refsað okkur með ákafa en þetta varð niðurstaðan,“ sagði Jón. Fram situr enn í 7. sæti og ætla sér að komast upp fyrir strik til þess að taka þátt í efri hluta umspilsins. Til þess hafa þeir þrjá leiki. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig staðan er í þessu. Eins og við höfum gert í allt sumar þá förum við í alla leiki til þess að vinna og taka þrjú stig. Það var markmiðið í dag og verður markmiðið í næsta leik. Við verðum bara að taka klisjuna að það er bara einn leikur í einu og þrjú stig í boði í hverjum leik. Svo verðum við bara að sjá til í lok september hvar við stöndum og hvað bíður okkar þegar október kemur,“ sagði Jón að lokum.
Besta deild karla Fram Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-1 Fram | Jafntefli á Hlíðarenda Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 29. ágúst 2022 21:15